Komin heim og nokkuð kunnug eistlenskri menningu
Já, ég kom heim í gær. Ég var bæði þreytt og skítug eftir 14 tíma ferðalag. Það var bæði gaman og strembið þessi ferð til Tallin og Tartu í Eistlandi. En ég get sagt að ég hef eignast vini í kórnum og mér finnst hann samheldnari en áður. Verst að ég er að hætta :( Við æfðum lög með frægasta kórstjórnanda eista, Tönu Kaljuste, 100 manns og héldum svo tónleika. Við héldum líka okker eigin tónleika, bæði fyrir gesti og gangandi í kirkju í Tartu og svo líka eiginlega bara fyrir Tönu í Tallin. Við sungum í 30.000 manna kór í Tallin og við gistum á krappí heimavist í Tartu, þannig að við urðum alveg óendanlega glöð þegar við sáum aðbúnaðinn á Academic hostel í Tallin. Við höfðum ágætis tíma fyrir okkur sjálf á milli æfinga og tónleikahalda og gátum skoðað miðbæinn bæði í Tartu og Tallin. Ég hékk mikið með Heiðu, Júlíu svissnesku og dreng að nafni Valdimar. Mjög skemmtilegir ferðafélagar. Við flugum til Helsinki og sigldum þaðan til Tallin þar sem beið okkar rúta sem fór til Tartu, það tók um 3 tíma. Farið var sömu leið til baka nema um helmingurinn flaug frá Helsinki til Stokkhólms og ég var í þeim hópi. Já, þetta var ferðasagan í mjöööög grófum dráttum. Ef þið spyrjið mig skal ég segja ykkur frá matnum og fólkinu þarna en ég nenni ekki að skrifa um það allt.
Gott að vera komin heim til ykkar :*
skrifað af Runa Vala
kl: 17:26
|